Sælkera Humar & Rækjusúpa Ingunnar

Áhorf: 1324 | Umsagnir (0)

Sælkera Humar & Rækjusúpa Ingunnar

Sælkera Humar & Rækju súpa a la carte Ingunn !
Þessi uppskrift var í 2.sæti í Knorr keppni sem var núna í mars 2013.


1-2 pakkar Humar og rækju pk.frá Knorr (miðast við fjölda gesta)
50-100.gr smjör
Mjólk
Rjómi, þeyttur
Humar
Rækjur
paprika, rauð og gul
blaðlaukur
1-2 fiskiteningar frá Knorr til að styrkja smá bragðið, smakkið til eða fiskikrydd.
Smá hvitvin (spari, ma sleppa)
Sveppir, smátt saxaðir (má sleppa)

Bræðið smjörið varlega, bætið súpupökkunum útí og hrærið vel til að það er komin falleg bolla, þynnið þá út með mjólkinni og hrærið vel í þar til súpan er orðin létt og slétt, skerið papriku, blaðlauk og sveppi og setjið útí, kryddið til með 1-2 teningum af fiskakryddi ef vill til að meira bragð, en smakkið til og spari má setja smá dass af hvítvíni, bætið rækjunum og humrinum út í síðast, bara rétt áður en súpan er borin fram, skellið á hvern disk smá þeyttum rjóma til skeytingar.

Meðlæti:
Hrísgrjónasnittubrauð

1-2 snittubrauð
1-2 pk indverskur hrísgrjónaréttur frá Knorr.
Mosarella ostur

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Skerið snittubrauðið í sneiðar á ská, setjið ca eina msk. á hverja snittu og stráið svo smá mosarella osti yfir og bakið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað. 

Verið ykkur að góðu !

Chinese hot and sour súpan hennar Sigurlaugar.

Áhorf: 471 | Umsagnir (0)

Chinese hot and sour súpan hennar Sigurlaugar.

3 msk hrísgrjónaedik (eða hvítvínsedik)

500 ml kjúklingasoð
1 msk sojasósa
1-2 msk golden caster sykur (eða annar sykur)
3-4 cm engiferbiti
1-2 rauð chili
3 vorlaukar
300 g hráar rækjur t.d. tígrisrækjur

Skella öllu nema rækjum á wok eða í pott,
byrja samt á að setja bara 1 msk sykur og sjá svo hvort þið viljið sætari súpu.
Láta sjóða í 2-3 mínútur setja þá rækjurnar útí og súpan er til þegar þær eru gegn heitar.
ATH. svona súpur þarf að borða alveg sjóðandi heitar. 

 


Rjómalöguð aspassúpa (einföld og fljótleg)

Áhorf: 1571 | Umsagnir (0)

Rjómalöguð aspassúpa (einföld og fljótleg)

1 l vatn
2 l nýmjólk
1 pakki aspassúpa
4 grænmetisteningar
2 nautateningar
1 rífleg matskeið af paprikudufti
1 stór dós ljós aspar (með soðinu)
150 g smjör
1 dós grænn stór aspas (soðið ekki með)
Þeyttur rjómi

Blandið saman nýmjólk og pakka af aspassúpu í potti.
Hrærið stöðugt þar til suðan kemur upp.
Bætið teningum og paprikudufti við ásamt ljósa aspasinum.
Látið malla í um það bil 2 klukkustundir.
Bætið 150 gr af smjöri  í potti og búið til smjörbollu með hveiti.
Þeytið það út í með písk. Bollan má alls ekki vera of þykk.
Þessu er svo þeytt út í súpua til að þykkja hana.
Bætið grænum aspas út í og látið malla örlítið til viðbótar.
Setjið 3-4 matskeiðar af þeyttum rjóma út í súpuna í lokin.
Berið fram með rjómaslettu og paprikudufti.

 

Fréttablaðið....


Humarsúpa með ostabollum......

Áhorf: 972 | Umsagnir (0)

Humarsúpa með ostabollum......

1 kg súpuhumar
½ flaska hvítvín
1 blaðlaukur
1-2 gulrætur
100 gr tómatmauk
2 hvítlauksrif
Salt og pipar e.t.v. 1 tsk estragon ef vill
1 búnt fersk steinselja
Humarkraftur
½ l rjómi
Smá koníak ef þess er óskað
Smjörbollan (75 gr smjör/100 g hveiti)

Hreinsið humarinn úr skelinni. Brjótið hann í miðju, losið í sundur og ýtið humrinum úr skelinni.
Brjótið skelina og léttristið í potti ásamt grænmeti og steinslejustiklum.
Hellið hvítvíni út í, látið suðuna koma upp og bætið í1 ½ lítra af vatni við og sjóðið rólega í 60-80 mín.
Sigtið soðið. Bakið súpuna upp og sjóðið í um það bil 5-6 mín.
Bætið krafti og koníaki við eftir smekk ásamt helmingi af rjóma.
Bætið humarnum út í rétt áður en súpan er borin fram ásamt restinni af rjómanum.
Saxið ferka steinselju og stráið yfir.

 


Ostabollur
600 g hveiti
3 msk. Parmesanostur
2 pokar þurrger
1-2 msk. Sykur
4 dl heitt vatn
100 g smjör/brætt

Blandið þurrefnunum saman.
Bætið vatni við og að lokum smjörinu.
Látið hefa sig í um klukkustund.
Bætið örlitlu hveiti við í lokin til að auðvelda það að búa til bollur á stærð við tómata.
Bakið í 10-12 mín við 200 °c.
Bollurnar eru bestar heitar með smjöri.


Blaðlaukssúpa með rjómaosti

Áhorf: 1020 | Umsagnir (0)
Blaðlaukssúpa með rjómaosti

1 blaðlaukur

25 gr smjör (2 msk)
2 msk hveiti
1 l kjötsoð (vatn og teningur)
100 gr rjómaostur
1-2 dl rjómi eða matreiðslurjómi
½ tsk salt
Pipar

Bræðið smjörið í potti og bætið hveitinu saman við og hrærið.
Bætið ¼ l af kjötsoðinu út í og þeytið vel. Hleypið upp suðu, hellið afgangi af kjötsoðinu út í smám saman og hrærið vel í súpunni á meðan.
Látið súpuna sjóða í 3-5 mín.
Setjið rjómaostinn út í súpuna í smáskömmtum ásamt rjómanum, sjóðið við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað alveg og hrærið stöðugt í.
Kryddið með salti og pipar.
Skerið blaðlaukinn í þunnar sneiðar og bætið honum loks út í súpuna.
Hleypið upp suðu og berið fram með brauðteningum.


Tær sveppasúpa

Áhorf: 539 | Umsagnir (0)
Tær sveppasúpa

1 laukur 
30 gr. Smjör 
300 gr. Sveppir 
u.þ.b. 1 l vatn eða kjötsoð 
1 súputeningur 
2-3 msk. Þurrt sérrí (má sleppa) 
Ögn af paprikudufti 
Og ögn af sítrónusafa. 

Bræðið smjörlíki og látið krauma í því.
Bætið sveppunum útí, setjið lokið á og látið krauma við lágan hita, bætið þá í pottinn vatni/kjötsoði/teningi og kryddið og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Sérrínu bætt út í rétt áður en súpan er borin fram. 


Mexícosúpa frá Erlu

Áhorf: 582 | Umsagnir (0)
Mexícosúpa frá Erlu

Samantekt: Þessi er voða vinsæl

Hráefni: 
3-5 laukar
2-3 hvítlauksrif
½ rauður chilipipar
1 flaska Granini tómatsafi
5 dl. kjúklingasoð (teningur)
5 dl. Kjötsoð (teningur)
3-4 súputeningar
½ - 1 tsk. kóriander 
1 - 2 tsk. worcestershiresósa
1/2 - 1 tsk chilikrydd
½- 1 tsk. cayennapipar
2 dósir niðursoðnir tómatar
4-6 kjúklingabringur 

Aðferð:
Mýkið laukinn og hvítlaukinn á pönnu. 

Setjið allt hráefnið nema kjúklinginn í pott og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur.
Skerið bringurnar í góða munnbita og steikið á pönnu.
Setjið síðan bitana út í pottinn og sjóðið súpuna áfram í aðrar 20 mínútur við vægan hita.

Með þessu berið þið fram sýrðan rjóma, rifinn ost, guacamole, doritos snakk, nýtt og gott brauð.
Þegar súpan er komin á diskinn er sýrða rjómanum, ostinum og guacamole bætt út í og snakkið mulið yfir.


Kjúklingakarrísúpa

Áhorf: 788 | Umsagnir (0)

Kjúklingakarrísúpa
Fyrir 4

Matarmikil og sérlega góð súpa þar sem greina má bæði indversk og kínversk áhrif

2-3 kjúklingabringur
2 msk olía
1 laukur saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 msk karríduft, milt eða meðalsterkt
1 msk söxuð engiferrót
1 l vatn
1 dós kókosmjólk (400 ml)
½ rauð paprika, skorin i litla teninga
Salt
1 pskki skyndinúðlur
2-3 msk söxuð steinselja

Skerið kjúklingabringurnar í fremur þunnar sneiðar þvert yfir og brúnið þær á báðum hliðum í olíu í víðum potti við háan hita.
Takið þær svo upp með gataspaða og geymið.
Lækkið hitann, bætið lauk og hvítlauk á pönnuna og látið krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast.
Hrærið karrídufti og engifer saman við og látið krauma í 1-2 mínútur.
Hellið vatninu yfir, hitið að suðu og látið malla við hægan hita undir loki í 10-15 mínútur.
Bætið kókosmjólkinni og paprikunni i pottinn og látið malla án loks í 5 mínútur í viðbót.
Saltið eftir smekk. Myljið núðlurnar (gott að gera það áður en pakkinn er opnaður) og setjið þær í pottinn ásamt kjúklingabitunum.
Látið sjóða í 5 mínútur í viðbót og skreytið með saxaðri steinselju.


Karrílöguð laxasúpa

Áhorf: 651 | Umsagnir (0)

Karrílöguð laxasúpa

Frábær súpa og einföld að útbúa bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hentar vel líka sem aðalréttur í hádegisverð þegar margir koma saman.

1 stk blaðlaukur
3 stk sellerístönglar
2 stk gulrætur
1 stk fennel
3 stk hvítlauksgeirar
1 msk matarolía
1 msk karrí
2 l fiskisoð
½ l rjómi
2 msk smjörbolla
Salt og pipar
500 gr lax, roðlaus og beinlaus

Skerið grænmetið niður í fína kubba, 1 x 1 cm.
Svissið grænmetið með olíu í potti.
Bætið karríi út í og steikið með í um 1 mínútur.
Hellið fiskisoðinu yfir og látið sjóða í um 5 mínútur.
Bætið rjómanum út í og látið malla í um 10 mín.
Þykkið með smjörbollunni og látið malla i um 5 mín.
Smakkið til með salti og pipar.
Skerið laxinn í 2 x 2 cm bita og setjið í súpuskálina.
Hellið súpunni yfir laxinn og hrærið létt í, látið standa í 1-2 mínútur.

Gott er að setja léttþeyttan rjóma yfir.

Berið fram með nýbökuðu brauði og smjöri.


Ljúfeng fisksúpa með kúrbít og gulrótum

Áhorf: 652 | Umsagnir (0)

Ljúfeng fisksúpa með kúrbít og gulrótum

600 gr lúða eða ýsa (eða bæði) 
1 stór laukur 
2 gulrætur 
1 grænn kúrbítur (zucchini) 
1 msk smjör 
2 msk hveiti 
6 dl soð (vatn og 1 grænmetisteningur og 2 fiskiteningar) 
1 dl hvítvín (má setja minna eða sleppa) 
2 ½ dl rjómi eða matreiðslurjómi 
Salt og pipar 
Graslaukur 

Roðflettið og skerið fiskinn i bita.
Saxið laukinn og gulrætur og kúrbít í teninga. 

Hitið smjörið á pönnu og mýkið laukinn, stráið hveiti yfir.
Hellið soði (þ.e vatn og teningar) og hvítvíni út í.
Setjið gulrætur og kúrbít út í og sjóðið í fimm mínútur.
Setjið nú fiskinn út í súpuna, hleypið upp suðu og sjóðið áfram í 2-3 mínútur.
Hellið rjómanum saman við, bragðbætið með salti, pipar og skreytið súpuna með söxuðum graslauk. 

Berið fram með brauði og hvítvíni ef vill.

Leita á vefnum