Mosarella & tómat balsamik basil réttur

Áhorf: 544 | Umsagnir (0)

Mosarella & tómat balsamik basil réttur
Flottur réttur bæði sem sérréttur, forréttur eða sem meðlæti

Mosarella ostakúla
Tómatar
3 msk. Balsamik olía
3.msk  Olía
Smátt saxaður laukur
Fersk balsamik blöð

Skerið ostinn í sneiðar og raðið honum á disk ásamt niðurskornum tómötum til skiptis.
Hrærið saman balsamik og olíu ásamt smátt skornum lauk og hellið svo yfir.Skreytt með balsamik blöðunum.


Humar a la carte Ingunn !

Áhorf: 2098 | Umsagnir (0)

Humar a la carte Ingunn !

1 kíló stór humar Sósa:

1 peli rjómi
1 dós lítil af tómatpúrre
smá paprikukrydd 
smá karríkrydd
smá klípa af smjöri
1 teningur, kjötkraftur eða annar ef vill eða notið salt og pipar í kvörn til að bragbæta
8-10 saffran þræðir ef vill

Bræðið smjörið í potti og setjið teninginn út í, blandið rjómanum saman við og hrærið vel, bætið svo 1-2 skeiðum af tómatpurre út í og kryddið létt með papriku og karrí, smakkið til.

Klippið bakið á humrinum og þvoið svörtu röndina í burtu, raðið honum í eldfast mót eða setjið hann á grillið og kryddið létt með sítrónupipar.
Setjið í ofninn heitan í ca 10 mín á 180 °c

Skerið út brauð með glasi og ristið

Setjið svo humarinn ofan á brauðið og sósuna yfir og sprautið smá sítrónu yfir.

Verði ykkur að góðu !

 


Laxa tartar,,

Áhorf: 1208 | Umsagnir (0)

Laxa tartar á brunch borðið – fyrir ca 4

Lax - ferskur 400 gr
Vorlaukur 3 – 4 stönglar eftir smekk
Sítrónusafi úr einum ávexti
Ólífuolía ein til tvær matskeiðar
Fetaostur með sólþurkuðum tómötum
Caper's eftir smekk 

Hægt að breyta og bæta eftir smekk – líka gott að hafa helming reyktan lax og helming ferskann.
Best að útbúa 30 til 60 mín áður en á að bera fram – allavega bíða með að setja sítrónusafann í þar til 30 til 60 mín fyrir matinn.

Uppskrift frá Guðbjörgu Jóhannsd. 


Klausturbleikja með mangósalsasalati

Áhorf: 877 | Umsagnir (0)
Klausturbleikja með mangósalsasalati

Forréttur fyrir 4

2 flök af klausturbleikja (eða annarri)
jalapeno-marinering
Klettasalat
Mangó
Tómatar
Rauðlaukur
Kóríander
 hvítlauks-kóríander-chili-sósa köld

Leggið bleikjuflökin í merineringuna daginn fyrir eldun.
Setjið svo beint á grillið en gætið þess að elda flökin ekki of lengi, því þá er hætta á því að þau ofþorni.
Skerið mangóið, tómatana, rauðlaukinn og kóríander og blandið saman í salat. Leggið klettasalat á diskinn og setjið mangósalsasalatið ofan á.

Setjið svo hálft flak af grillaðri klausturbleikju og berið á borð.


Pönnukökur - Forréttur

Áhorf: 585 | Umsagnir (0)

Pönnukökur - Forréttur

250 gr hveiti, 
½ tsk lyftiduft, 
½ tsk salt, 
8-10 dl mjólk, 
80 gr smjör 
og 3 egg.
 
Fylling:

 40 gr smjör, 
40 gr hveiti, 
2-3 dl mjólk og sveppasoð, 
1 dl hvítvín, 
Rækjur (eftir smekk), 
1 dós sveppir, 
salt, 
1 súputeningur, 
2 dl rifinn ostur. 

Allt þurrefni hrært saman. Mjólk og egg sett saman við og brætt smjörið. 
Bakið þunnar pönnsur. 

Fyllihg: Bræðið smjörið í potti, blandið hveitinu saman við og þynnið með mjólk og hvítvíni.
Kryddið með salti og súputeningi.
Blandið rækjunum og sveppunum saman við.
Látið 2-3 msk af jafningi á hverrja köku, rúllið upp og raðið á smurt eldfast mót.

Stráið rifnum osti yfir og bakið við 200°c í 10-15 mín 

Borið fram heitt. 


Aspas með sólþurkuðum tómötum, hvítlauksmjöri og parmesan.

Áhorf: 551 | Umsagnir (0)

Aspas með sólþurkuðum tómötum, 
hvítlauksmjöri og parmesan.

Forréttur fyrir 4

12 stk stór grænn aspas
120 gr smjör
2 hvítlauksrif
Lófafylli steinselja
Lófafylli sólþurrkaðir tómatar
100 gr parmesanostur
1 tsk maldon-salt

Byrjið á því að flysja aspasinn upp að hausnum og skerið hann svo í tvennt.
Setjið vatn í pott ásamt matskeið af salti og fáið suðuna upp.
Setjið aspasinn út í vatnið og sjóðið í 4 mínútur.
Sigtið þá aspasinn frá vatninu og leggið á fat.
Á meðan aspasinn sýður bræðið þá smjörið á pönnu (passið að láta það ekki brenna) og pressið hvítlaukinn út í ásamt fínt saxaðri steinseljunni og söxuðum sólþurrkuðum tómötum. Hellið smjörblöndunni yfir aspasinn og rífið síðan parmesanostinn yfir og grillið í ofni við 200°c þar til osturinn verður gullinbrúnn.

Berið fram heitt.


Fljótlegar og góðar chilirækur

Áhorf: 347 | Umsagnir (0)
Fljótlegar og góðar chilirækur 

Hráar tígrisækjur 
¼ blaðlaukur saxaður 
2 hvítlausrif söxuð 
½ paprika söxuð 
1 stórt eða 2 lítil rauð chili söxuð 
Kókosrjómi lítil dós 
1-2 msk tómatpasta 
Sojasósa eftir smekk 
Maldon salt 
Svartur pipar 
Skvetta af hvítvíni (ca 1 dl) eða sítrónusafi eftir smekk. 
Hrásykur 1 moli 
Olía til steikingar 

Grænmetið léttsteikt í olíunni.
Rækjunum bætt út í, steikt á meðalhita þar til þær eru fallega rauðar.
Öðru bætt saman við hitað vel.

Borið fram með góðu brauði sem smáréttur eða forréttur og eins má bera réttinn fram með skeljapasta og þá sem aðalrétt. 


Rækjukokteill með Blue cheese sósu

Áhorf: 9010 | Umsagnir (0)

Rækjukokteill með Blue cheese sósu

Rækjur (eftir fjölda)

Sósa:

1 dós sýrður rjómi
1-2 msk majones
1 dós perur (skornar í litla bita)
Safi af perunum eftir smekk
Blue cheese (bræddur yfir vatnsbaði)

Allt hrært vel saman og kælt vel.
Rækjur settar í skál yfir salatblöð og sósan yfir, má skreyta með gúrkum, tómötum, eggjum,
lime/sítrónu, melónubitum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.


Geitarosts-gratín

Áhorf: 891 | Umsagnir (0)

Geitarosts-gratín

1 portobello-sveppur
Klípa a smjöri
Fínsaxaður hvítlaukur
Salt og pipar
Hvítmygluostur með húð
Rauðlauks-confit
Steiktar furuhnetur

Steikið portobello-sveppinn í klípu af smjöri, fínsöxuðum hvítlauk, salti og pipar.
Skerið 1 sm þykka sneið af geitarostinum, með húð, og leggið á sveppinn.
Grillið við mikinn hita þar til osturinn fer að brúnast. Toppið með rauðlauksconfit.

Dreifið steiktum furuhnetum frjálslega á ostinn og laukinn.