Snöggmarineraður lax í sítrónu, vermút og basil

Áhorf: 201 | Umsagnir (0)

Snöggmarineraður lax í sítrónu, vermút og basil

 

1 kg laxaflak
2 tsk grófmalaður hvítur pipar
4 msk salt
3-4 msk sykur
safi úr 1 sítrónu
0,5 dl þurr vermút
2 msk basilka (fersk og fínsöxuð)

 

Blandið saman salti, pipar og sykri.
Stráið ca. helmingnum af blöndunni í bakka og leggið þunnar laxasneiðarnar yfir blönduna.
Stráðu basilkunni yfir laxasneiðarnar, síðan restinni af sykur og saltblöndunni yfir og dreyptu með þurrum vermút og sítrónusafa.
Látið standa við stofuhita í ca. 30 mín, eða eftir þörfum.
Laxinn borinn fram um leið og hann er tilbúinn.

Berið fram með piparrótar-rjómasósu og hrærðu eggi.

 

Piparrótar-rjómasósa 

 

1 dós sýrður rjómi
1 msk piparrót
safi úr hálfri sítrónu

 

Öllu hrært vel saman og kælt.

 

Eggjahræra

 

5 egg
1 dl rjómi
1 msk smjör
salt og pipar

 

Egg, rjómi, salt og pipar þeytt vel saman.
Smjör set í heitan pott og brætt.
Eggjahrærunni hellt út í og hrært í á meðan eggjablandan hitnar (botninn skafinn vel á meðan).
Eggjahræran á að vera sósukennd, ekki hraðelduð.

Blandan er borin strax fram.

 

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-01-19 10:52