Blómkálssúpa.

Áhorf: 625 | Umsagnir (0)

Gott ad undirbúa sig og eiga í frystinum. Taka svo út eftir hentuleika.
Blómkálssúpa.
(Dugar í fjóra skammta)1stór blómkálshaus
1stór laukur
2grænmetis teningar međ engu salti (fæst í heilsuhúsinu Smáratorgi)
Smá himalya salt og pipar úr kvörn.

Látiđ renna kalt vatn yfir svo rétt fljóti yfir og mauksjóđiđ í ca klukkutíma og smelliđ svo töfrasprotanum yfir í restina.
Skiptiđ á milli í nokkrar dollur sem geta fariđ í frost og frystiđ


Spínatsúpa

Áhorf: 446 | Umsagnir (0)

Spínatsúpa

15g (1/2oz) smjör
1 búnt vor lauk, snyrt og fínt hakkað
1 × 250g (9oz) poki ferskt spínat, vandlega þvo
600ml (1 hálfpottur) minnka salt grænmeti lager
1 × 200g pakki lágmark-feitur mjúkur ostur
2 matskeiðar cornflour 450ml
(3 / 4 hálfpottur) mjólk
75g (3oz) Blue Stilton, 
AR Ferskur jörð svartur pipar
4 msk ferskur soured rjóma eða náttúruleg jógúrt
saxaðir ferskum lauk í vor og steinselju, að Skreytið

Leiðbeiningar

Bræða smjörið í stórum potti og sauté vorið lauk um 2 - 3 mínútur þangað til mildað, 
en ekki browned. Bætið spínati og grænmeti lager og hita þangað til næstum suðu. 
Draga úr hita og látið malla,falla, í 5 mínútur.
Flytja í blöndunni í blandara eða mat örgjörva og bætið mjúkur ostur. 
Blend um 15 - 20 þar tilslétt og velvety. 
Fara aftur á pott. Blanda í cornflour með 3 - 4 matskeiðar af mjólk og bæta við súpa með eftir mjólk og flest ARStilton. 
Færið upp að sjóða, hrærið stöðugt þar til þykknað. 
Draga úr hita og elda við lágan hita í2 mínútur, þá árstíð eftir smekk með svörtum pipar.
Ef þjóna heitt, ladle súpuna í hlýja skálar. 
Berið fram í einu, garnished með soured rjóma eða jógúrt, sem áskilinn Stilton og hakkað ferskt lauk vorið og steinselju.

Uppskrift Guðrún Hauksdóttir benti á.

http://www.lovefoodhatewaste.com/recipes/show/689-creamy-spinach-and-stilton-soup


Linsubaunasúpa með tómötum

Áhorf: 548 | Umsagnir (0)

Linsubaunasúpa með tómötum 
Fyrir 4 


Hægt er að nota aðrar tegundir af linsubaunum en Puylinsurnar eru bragðbestar.
Þær soðna ekki í mauk eins og sumar aðrar linsubaunategundir, heldur halda lögun sinni. 

2 msk ólífuolía 
2 laukar, saxaðir smátt 
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 
1 tsk þurrkað timjan 
½ tsk þurrkað óreganó 
200 gr linsubaunir, helst Puy-linsur 
2 gulrætur, skornar í litla teninga 
2 l vatn 
2 dósir saxaðir tómatar 
Númalaður pipar 
Salt 
Söxuð steinselja 

Hitið olíuna í potti og látið lauk og hvítlauk krauma í henni við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast.,
bætið svo timjani, óreganói og linsubaunum í pottinn og síðan gulrótum, tómötum og vatni. Kryddið með pipar og salti.
Hitið að suðu og látið malla við fremur hægan hita í 25-30 mínútur, eða þar til baunirnar eru meyrar.
Smakkið súpuna og bragðbætið hana eftir þörfum.

Stráið að lokum lófafylli af saxaðri steinselju yfir og berið fram. 


Súpa úr sætum kartöflum

Áhorf: 659 | Umsagnir (0)
Súpa úr sætum kartöflum

Fyrir 4-5
2 msk olía
2 stórir laukar, saxaðir
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 ferskt chili-aldin, saxað
700 gr sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
300 gr gulrætur, skrældar og skornar niður
12 dl vatn
1 grænmetisteningur
Salt og pipar
100 gr sýrður rjómi
3-4 msk söxuð steinselja

Hitið olíu í rúmgóðum potti og steikið lauk við vægan hita þar til hann verður glær. Bætið hvítlauk og chili-aldin í pottinn og steikið áfram.
Setjið sætar kartöflur og gulrætur út í, steikið aðeins áfram og bætið síðan vatni ásamt grænmetisteningi saman við.
Látið suðuna koma upp og látið súpuna sjóða undir loki í 20 mín.
Maukið súpuna í matvinnsluvél eða með töfrasprota og smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með slettu af sýrðum rjóma og steinselju.

Gómsæt grænmetissúpa

Áhorf: 497 | Umsagnir (0)

Gómsæt grænmetissúpa

1 laukur 
3 sellerístilkur 
½ blómkálshaus 
3 kartöflur 
2 gulrætur 
1 dós tómatar 
1 dós tómatpúrra 
2 dl pastaslaufur 
3 súputeningar 
1,5 lítri vatn 

Grænmetið er skorið niður og sett í pott ásamt vatninu, súputeningunum, tómötunum og tómatpúrruni.
Soðið í 15 mínútur. Svo er pastasalufunum bætt við og allt soðið í 10 mínútur í viðbót.


Fljótleg og góð gulrótarsúpa

Áhorf: 523 | Umsagnir (0)
Fljótleg og góð gulrótarsúpa

Hráefni:
 2 msk olífuolía 
3 hvítlauksrif 
1/2-1 laukur 
1 tsk karrí 
2 gulrætur 
2 sellerí stilkar 
3 bollar vatn 
salt og pipar af hnífsoddi

Aðferð:
Saxið lauk og hvítlauk og hitið í olíu í potti. 
Bætið grænmetinu úti og sjóðið þar til það er orðið mjúkt. 
Bætið karrí úti og setjið í blandara og maukið. 
Setjið súpuna aftur í pottinn og kryddið eftir smekk. 
Má bæta grænmetiskrafti út í ef þörf þykir

Vetrarsúpa

Áhorf: 472 | Umsagnir (0)

Vetrarsúpa

Góð vetrarsúpa í umhleypingum

8-10 kartöflur
ca 6 gulrætur
1 rófa
1 laukur
1 blaðlaukur
2-3 hvítlauksrif
1 dós tómatar
tómatpure
olífuolía
pipar
papríka
grænmetiskraftur

Allt grænmetið sneitt niður og léttsteikt í olíunni, kryddað. Vatn, grænmetiskraftur, tómatar og tómatpure bætt við og látið sjóða. Lækkað undir þegar að suðan kemur upp og látið malla í 30 mínútur.

Hægt að bæta hvaða grænmeti úti eftir smekk og súpan borin fram með nýju brauði.


Kartöflu og papríkusúpa

Áhorf: 362 | Umsagnir (0)

Kartöflu og papríkusúpa

Hráefni:
 1/2 kl kartöflur skornar í bita. 
 1 msk olifuolía 
 1 saxaður laukur 
 Grænmetiskraftur 
 2 msk ferskt dill 
 1 msk papríka 
 1/2 tsk salt 
 1/8 tsk múskat 
 skvetta af sojarjóma.

Aðferð:
 Sjóðið kartöflurnar í ca 20 mínútur. 
 Léttsteikið laukinn í olífuolíu. 
 Setjið kartöflur, lauk, grænmetiskraft og krydd ásamt vatni og rjóma í pott og hitið


Frönsk lauksúpa

Áhorf: 345 | Umsagnir (0)

Frönsk lauksúpa

 

2 l vatn                                             

4 laukar                                             

2 msk olía                                          

pipar,kjötkraftur                                

sojasósa                                             

ristað brauð                                       

ostur                                                  

Laukurinn skorinn í tvennt og síðan í sneiðar. 
Olían hituð í potti og laukurinn brúnaður í 
henni ath. olían þarf að vera vel heit.
Vatninu
 bætt út í og soðið í 10-15 mín.
Soranum af yfirborðinu fleytt af, kryddað og sett í eldfastar
skálar, brauðið skorið í teninga og sett ofan á 
súpuna, rifnum osti stráð yfir og gratinerað. 


Grænmetissúpa

Áhorf: 570 | Umsagnir (0)

Grænmetissúpa

Sveppir                              
Blaðlaukur                                         
Blómkál                                              
Gulrætur                                            
eða annað grænmeti                         
1 ½ l vatn eða soð                              
100 gr hveiti                                       
100 gr smjör                                       
Kjötkraftur                                         
1 dl rjómi

Soðið eða vatnið hitað í 80°C. Smjörið brætt í
öðrum potti, hveitið sett út í og smjörbollan 
löguð. Henni jafnað saman við soðið, þeytt þar
hún er uppleyst. Soðið í 15-20 mín.
Grænmetið skorið niður í strimla, soðið í
öðrum potti og því bætt út í súpuna, hún
krydduð eftir smekk og látin malla smá stund.
Rjómanum bætt út í rétt áður en súpan er
borin fram.


 

Leita á vefnum