Ostar & Kex


Ostakúlu dúndur Sessý!

Áhorf: 4177 | Umsagnir (0)

Ostakúlu dúndur Sessý!

Fór í yndislegt afmæli um daginn, söngur, dans, glens og grín sem ávallt fylgir þessu eðalfólki og á boðstólunum var þessi himneska ostakúla ásamt öðru góðgæti sem allir slefuðu yfir. Við óskuðum að eftir uppskrift í kjölfarið, að sjálfsögðu var hún veitt og mér gefið leyfi til að deila hennar til allra Sælkera!

Njótum vel :)

1 íslenskur rjómaostur (í bláa boxinu)
1 lítill rauðlaukur
1 rauð paprika
1 poki hunangsristaðar hnetur

Rjómaostur tekinn úr ísskáp og hafður við stofuhita.
Rauðlaukur og paprika söxuð smátt.
Þessu blandað saman í skál.
Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska.
Saxið hnetur og veltið svo kúlu uppúr.

Mjööög einfalt og MJÖÖÖÖG gott.

Uppskrift frá Sessý Magnúsdóttir


Grillaður ostur, stóri Dímon

Áhorf: 1302 | Umsagnir (0)

Grillaður stóri Dímon

 

1.stk Stóri Dímon
1dl mango chutney
½-1 dl kasjú kurl eða aðrar hnetur

Osti pakkað inn í álpappír með opið á toppnum.
Setjið mangóchutney yfir og kasjúkurlið ofan á.
Gott er að útbúa smá lok úr álpappír til að setja yfir
svo að hneturnar brenni síður. Grillað í 10-15 mínútur.

Borið fram með kexi, vínberjum og ólívum.


Ostakex með sesamfræjum

Áhorf: 738 | Umsagnir (0)

Ostakex með sesamfræjum
20-22 kökur

120 gr smjör, mjúkt
100 gr hveiti
100 gr gráðostur eða daneblu-ostur
200 gr sesamfræ

Hrærið smjör og hveiti saman í hrærivél.
Myljið ost út í og hrærið vel saman, kælið. Í 1 klst. Hitið ofninn í 180°c.
Mótið kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr sesamfræjum.
Þrýstið  létt ofan á kúlurnar með fingrunum og raðið á bökunarpappír. 
Bakið í 10-12 mín. Kælið.


Bökuð appelsínusúkkulaði ostaterta

Áhorf: 772 | Umsagnir (1)

Bökuð appelsínusúkkulaði ostaterta


Botn:
100 g smjör
200 g súkkulaðihafrakex
30 g kókosmjöl

Aðferð:
Bræðið smjörið.
Maukið saman kexið og kókosmjölið blandið saman við bráðið smjörið og setjið í botn á springformi.

Fylling:
100 ml rjómi
150 g rjómamysuostur
300 g appeslínusúkkulaði
135 g sykur
400 g rjómaostur
4 egg
2 tsk vanilludropar

Aðferð:
Bræðið saman rjómamysuost, appelsínusúkkulaði og rjóma.
Hrærið saman rjómaost og sykur.
Bætið í eggjum einu í einu ásamt vanilludropum.
Hrærið saman við súkkulaðiblönduna og setjið í form bakið við 170°C í 35 mínútur.

Fékk þessa senda á email til mín... Þessi verður sko gerð...

Verði ykkur að góðu,
Sigrún


Djúpsteiktir hvítmygluostar eða smjörsteiktir

Áhorf: 902 | Umsagnir (0)

Djúpsteiktir hvítmygluostar eða smjörsteiktirDalayrja, dalabrie eða camanbert.
2 msk. Hveiti
1/8 tsk. Pipar
1 egg
2 msk. Brauðmylsna
Matarolia eða smjör til steikingar

Skerið ostinn í geira. Veltið þeim fyrst upp úr hveiti og pipar, þá úr eggi og brauðmylsnu.
Steikið þar til þeir verða fallega gulbrúnir. Einnig má steikja ostinn í smjöri.
Berið ostageirana fram strax með ristuðu brauði og sultu.
Þennan rétt má nota sem eftirrétt eða sem sjálfstæðan smárétt.


Gráðaostarúlla

Áhorf: 330 | Umsagnir (0)
Gráðaostarúlla

Fljótlegt og gott og bráðnar í munni.
125 gr gráðaostur
½-1 blaðlaukur, grófsaxaður
1 ½ dós sýrður rjómi
1 rúllutertubrauð
Rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°c.
Myljið gráðaostinn í skál, bætið blaðlauknum og sýrða rjómanum við og hrærið saman.
Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið upp.
Stráið rifnum osti yfir og bakið í 15-20 mínútur.


Ostaæði frá Dísu vinkonu minni

Áhorf: 336 | Umsagnir (0)

Ostaæði frá Dísu vinkonu minni

Ostaæði með heitri sósu
Frá Dísu

Hvítur ostur: geita, brie, camembert eða aðra
Sósa: Appelsínumarmelaði
Smá b-rkur af appelsínu (má sleppa)
Smá sykur
Smá Grand Mariner
Allt sett í pott og hitað.
Gott er að skera ostinn í bita, setja bökunarpappír á plötu og raða þeim þar á og hita aðeins.
Bara rétt að velgja.

Borið síðan fram með góðu kexi og heitri sósunni.

Ostahringur

Áhorf: 363 | Umsagnir (0)

Ostahringur 
frá Helgu Sigurðardóttir

Hæ Ingunn, hér er uppskrift sem ég hef oft gert gegnum árin 

1/8 gráðostur
½ hvítlauksostur
4 bl. matarlím
1 peli rjómi
50 gr. smjör 

Bræða ostinn við vægan hita, smjörinu bætt í.
Matarlímið lagt í kalt vatn, síðan hrært útí heita ostablönduna.
Látið kólna niður að stofuhita, síðan er þeyttum rjómaum blandað saman við.
Sett í form sem búið er að bleyta með köldu vatni.
Má frysta þegar það er hlaupið.Ferskur mozzarella með basil og ólívuolíu

Áhorf: 915 | Umsagnir (0)
Ferskur mozzarella með basil og ólívuolíu

Fyrir 4 
12 sneiðar mozzarella 
12 sneiðar tómatur 
40 gr fersk basilíka 
10 msk ólífuolía 
Salt og pipar 
Skrautkál 

Mozzarella og tómatsneiðunum er raðað í turn.
Basilíka söxuð og henni blandað saman við ólífuolíuna.
Olíublöndunni er svo smurt á milli sneiðanna í turninn.
Diskurinn síðan skreyttur með skrautkáli og basilíku.