Grillsæla

Áhorf: 378 | Umsagnir (0)

Grillsæla

1 lítil dós kotasæla
1/2 rauðlaukur
1 msk græntpestó
pipar

Aðferð:
Skerið laukinn í strimla og blandið öllu saman.

Uppskrift úr Nóatúnsblaði


Appelsínufylltir sveppir

Áhorf: 403 | Umsagnir (0)

Appelsínufylltir sveppir

1 askja stórir sveppir
125 gr rjómaostur með appelsínu
1 appelsína

Aðferð:
Fjarlægið stilkinn af sveppunum og fyllið holuna með ostinum. Skerið appelsínuna í sneiðar og leggið yfir.
Grillið í u.þ.b. 7 mínútur.


Brie fyllt paprika

Áhorf: 559 | Umsagnir (0)

Brie fyllt paprika

2 paprikur
4 x 1 cm sneiðar af Brie (ostur)
2 msk ferskur vorlaukur, saxaður 
pipar

Aðferð:
Skerið paprikurnar í tvennt og kjarnhreinsið. 
Setjið ostinn í skálina og stráið vorlauknum yfir ásamt pipar. Grillið í u.þ.b. 10 min.

Uppskrift úr Nóatúns blaði


Möndlu- og hnetufylltur kúrbítur

Áhorf: 525 | Umsagnir (0)

Möndlu- og hnetufylltur kúrbítur

1 stk kúrbítur
200 gr möndlur, hýðislausar
200 g kasjúhnetur
2 hvítlauksgeirar
1 rautt chili, steinhreinsað
1 tsk engifer
3 msk sesamolía

Aðferð:
Skerið kúrbítinn eftir endilöngu og kjarnhreinsið með skeið. Setjið restina af hráefninu í matvinnsluvél og maukið gróft. Setjið fyllinguna í kúrbítinn. 
Grillið í u.þ,b. 10-12 mínútur.

Uppskrift úr Nóatúnsblaði


Grillað rótargrænmeti með osti og döðlum

Áhorf: 1111 | Umsagnir (0)

Bakað eða grillað rótargrænmeti með villisveppaosti og döðlum

1 Zussini, skorið í bita
3-4 gulrætur, skornar í bita
1 sæt kartöfla, skorin í bita
1 rauðlaukur
8-10 döðlur, skornar í tvennt
1/2 villisveppaostur, skorninn í bita
feta ostur og olían af honum (má sleppa, en notið þá aðra olíu í staðinn)

Raðið öllu í eldfast mót, eða á grillbakka, passið að setja lok yfir eða álpappír, bakið í ca 30-40 mín


Grillaðir tómatar með gráðosti og basil

Áhorf: 526 | Umsagnir (0)

Grillaðir tómatar með gráðosti og basil

4 stk. Tómatar
1 pk. Gráðostur
1 stk. Shallottulaukur
1 rif hvítlaukur
1 bréf basil
Salt og pipar
Álpappír

Skerið toppin af tómötunum og takið kjarnann úr þeim.
Blandið kjarnanum úr þeim.
Blandið kjarnanum við gráðostinum, saxaðann shallottulaukin og hvítlaukinn.

Rifið basilblöðin niður, bætið þeim út í og kryddið með salti og pipar.  
Fyllið tómatana með fyllingunni og vefjið í álpappír.

Grillið eða ofnbakið í u.þ.b. 20 mínútur.

Fréttablaðið 25.mai 2012


Bakaðar rauðrófur

Áhorf: 1312 | Umsagnir (0)

Bakaðar rauðrófur

Rauðrófur verða algjörlega ómótstæðilegar eftir “ferð í ofninn”.
Setjið þær heilar og með hýðinu í eldfast mót eða fat með loki og svolítið vatn í botninn (3-4cm).
Setjið fatið inn í kaldan ofninn.
Stillið hitann á 200°C og bakið í 90 mín.
Takið hýðið af rófunum og skerið í teninga.
Rauðrófur geymast heilar í kæli í 2-3 daga. 

Grillaðar rauðrófur:
4 stk soðnar rauðrófur
150 ml balsamic edik
4 msk hrásykur
Olía til að pensla með

Aðferð:
Blandið saman edikinu og sykrinum.
Skerið rauðrófurnar niður í 2 cm þykkar sneiðar.
Leggið rauðrófurnar í balsamicið og marinerið þær í sa. 20 mín á hvorri hlið í leginum.
Penslið rauðrófurnar með olíu og grillið í sa. 3 mín á hvorri hlið.


Sveppir með hvítlauk og steinselju

Áhorf: 672 | Umsagnir (0)

Sveppir með hvítlauk og steinselju

Smjörsteiktir sveppir, kryddaðir með hvítlauk, steinselju og e.t.v. öðrum kryddjurtum,
eru frábært meðlæti með steiktu lambakjöti eins og raunar svo mörgu öðru.
Kastaníusveppir eru bragðmeiri en venjulegir sveppir - prófið þá endilega ef þið eruð hrifin af sveppum.


400 g sveppir 
2 hvítlauksgeirar
65-70 g smjör
2-3 tímían-greinar, ferskar,- eða 0.25 tsk. þurrkað tímían (má líka sleppa)
nýmalaður pipar / salt
Knippi steinselja, gjarna ítölsk flatblaðssteinselja

Opnið sveppadósins, látið drjúpa af sveppunum.
Saxið hvítlaukinn smátt.
Bræðið smjörið á stórri pönnu.
Setjið sveppina, hvítlaukinn og tímíanið á pönnuna,
malið pipar yfir og látið krauma við meðalhita í 4-6 mínútur,
eða þar til sveppirnir eru dökkgullinbrúnir og meyrir.
Saltið eftir smekk.
Saxið steinseljuna, stráið meirihlutanum af henni yfir, hrærið og látið krauma í 1-2 mínútur í viðbót. 

Hellið sveppunum á disk og stráið afganginum af steinseljunni yfir. 


Sveppir í smjördeigshúsi með hvítlauk

Áhorf: 376 | Umsagnir (0)

Sveppir í smjördeigshúsi með hvítlauk

Smjördeig
6 dl rjómi
600 gr sveppir
salt og pipar
eitt egg
hvítlaukssmurostur
3-4 hvítlauksrif
3 msk sherry
3 msk söxuð steinselja
smjör til steikingar

Smjördeigið skorið í ferninga 7x7 cm.
Sett á bökunarplötu og penslað með eggi, bakað við 180°C. sveppirnir hreinsaðir og skornir í fjóra helminga.
Brúnið sveppina í smjörinu og bætið fínt söxuðum hvítlauk út í ásamt sherryinu og sjóðið niður.
Bætið rjómanum ásamt rjómaosti saman við og sjóðið þar til hæfileg þykkt er komin,
kryddið með salti og pipar ásamt saxaðri steinselju og fyllið smjördeigsferningana.

Berið strax fram.


Grillaður mais

Áhorf: 1227 | Umsagnir (0)

Grillaður mais
Fyrir 4 

4 maísstönglar 
2-3 msk olía 
50 gr smjör, við stofuhita 
1 msk kóríander, fínt saxað 
1 /2 rautt chili-aldin, smátt skorið 
1 ½ msk límónusafi 
Kummin á hnífsoddi 
Salt á hnífsoddi 
Límónubátar til skrauts 

Penslið heila maísstöngla með olíu og setjið á grillið í u.þ.b. 15 mínútur, snúið reglulega á meðan.
Hrærið smjör með gaffli, bætið kóríander út í ásamt restinni af hráefnunum og hrærið allt vel saman.
Takið stönglana af grillinu og setjið á litið fat, dreifið svolitilli klípu af kryddsmjöri yfir og setjið límónubáta á fatið með stönglinum.
Berið smjörið fram í lítilli skál og látið hvern og einn skammta sér á maísstönglana, þannið er t.d. hægt að setja minna hjá börnunum þar sem þeim gæti þótt chili-aldinið svolítið sterkt.