Grillað folaldakjöt með kirsuberjasósu

Áhorf: 2078 | Umsagnir (0)

Grillað folaldakjöt með kirsuberjasósu

Kirsuberjasósa:
1 krukka kirsuberjasósa frá Den gamle fabrik (berin skilin frá ) 
Ferskt rósmarín, 1 stöngull
Nautakraftur, 1 msk
1 bolli vatn
1 bolli Marsala
Allt sett í pott og soðið niður um 20%. Veiðið rósmarínstöngul upp úr.

Folaldalund:

200 gr folaldlund
Olía
Maldon salt
Grófur svartur pipar

Veltið folaldalundinni upp úr olíu, Maldon saltinu og piparnum.
Grillið á grillpönnu eða kolagrilli þar til það er orðið meðalsteikt (medium rare).

Lundin er borin fram með risafrönskum og feta pesto dressuðu salati.


Folalda-kubbasteik í karrí.

Áhorf: 803 | Umsagnir (0)
Folalda-kubbasteik í karrí.

1 kg Folaldakjöt 

1 l vatn
4-5 gulrætur
1 stk laukur
30 g smjör
2-3 tsk. karríduft
2 1/2 msk. hveiti
1-2 teningar kjötkraftur
pipar
salt

Folaldakjötið skorið í smá bita

Kjötið sett í pott og köldu vatni hellt yfir og hitað að suðu. Froða fleytt
ofan af. Pipar og salti bætt í pottinn og látið malla við fremur hægan hita
í um 25 mínútur. Gulræturnar hreinsaðar, skornar í bita og settar út í.

Látið malla í um 25 mínútur í viðbót. Þá er kjötið og gulræturnar tekið upp
úr og haldið heitu.

Laukurinn steiktur í smjörinu á pönnu. Karríduftinu stráð yfir, hrært og
látið krauma í um 1/2 mínútu. Þá er hveitinu stráð yfir og hrært þar til það
hefur samlagast smjörinu. Smá soði af kjötinu hellt saman við smátt og
smátt. 

Soði hellt saman við smátt og smátt, þar til sósan er hæfilega þykk,
og hrært stöðugt á meðan. Látið malla í 5-10 mínútur. Bætið kjötkrafti út í
og látið malla í 5-10 mínútur. 

Það má bæta við svolítið af mjólk eða rjóma
út í sósuna. Smakkið til með pipar og salti eftir smekk. 

Borið fram með kartöflum og hrísgrjónum.