Óáfengir kokteilar

Áhorf: 422 | Umsagnir (0)

Óáfengir kokteilar

Jarðarberjakokteill

6 cl. ananas safi
Safi úr 1 sítrónubát
1 tsk. flórsykur
4 jarðarber
Setjið 2-3 ísmola og allt hráefnið í mixer og blandið
vel. Hellið í stórt kokteilglas eða hvítvínsglas.

Græningi

9 cl. Tropical fruit safi
2 cl Blue curaqao síróp
2 cl. sítrónusafi
Allt sett í mixer og hellt í longdrinkglas og fyllt upp með 7Up eða Sprite.

Bleiki fíllinn

2.5 dl. ananassafi
3 tsk. kókoshnetu cream
1-2 tsk. Grenadine
Allt hrist saman með klaka, sett í glas.

Snæjarinn

6 cl appelsínusafi
6 cl trönuberjasafi
3 cl ananassafi
Skvetta af kókossírópi

Flödeskum

3 cl appelsínusafi
2 cl ananassafi
2 cl eplasafi
2 cl rjómi
Skvetta af Grenadine
Hristur. 


Óáfengir drykkir í sólinni

Áhorf: 413 | Umsagnir (0)

Óáfengir drykkir í sólinni

Strawberry daiquiri

1 liter Sól appelsínusafi
Handfylli af klaka
½ box jarðaber
2 msk flórsykur
½ lítri sítrónutoppur
Allt sett í blandara

Mohito

1 litri Sól appelsínusafi
½ búnt mynta
4 msk hrásykur
½ líter sódavatn
2 lime, skræld og sett í blandara


Óáfengt jólaglögg

Áhorf: 490 | Umsagnir (0)

Óáfengt jólaglögg 
Fyrir 2-3 


1/2 lítri 100% hreinn trönuberjasafi (enska: cranberry juice) 
1/2 lítri 100% hreinn eplasafi 
1 lófafylli heilar möndlur 
1 lófafylli rúsínur 
2 kanelstangir 
4 negulnaglar 
1 tsk ávaxtasykur eða hrásykur 
Safi úr 1/2 sítrónu 

Aðferð: 
Sjóðið allt nema sítrónu í potti í u.þ.b. 5-10 mín. 
Takið þá negulnaglana og kanelstangirnar úr og setja safann af sítrónunni út í. 
Setjið möndlur og rúsínur út í. 

Berið fram í frekar háum og mjóum bollum.