Sígild síldarsalöt fyrir jólin

Áhorf: 686 | Umsagnir (0)

Sígild síldarsalöt fyrir jólin 

Jólasíldarsalatið 
4 edikslegin síldarflök,
1/2 dl majones,
1 1/2 dl sýrður rjómi,
rauðrófur,
asíur,
laukur, ca 2 msk af hverju, allt saxað og svo rauðrófusafi eftir smekk,
1 harðsoðið egg, saxað. 

Hrærið majonesi og sýrðum rjóma saman og þynnið með rauðrófusafanum.
Blandið öllu saman.

Borið fram kalt með góðu brauði. 

Karrísíld 
4 ediklegin síldarflök, skorin í bita,
1 gult epli, skorið í bita,
1/2 dl majones,
1/2 dl sýrður rjómi,
1/2 -1 tsk karrí,
1/2 - 1 tsk paprikuduft,
1 harðsoðið egg, saxað. 

Blandið öllu saman og berið fram kalt. 

Sígilt síldasalat 
4 edikslegin síldarflök, skorin í bita,
1/2 dl majones,
1 1/2 dl sýrður rjómi,
rauðrófur,
asíur,
laukur, ca 2-3 msk af hverju (eða eftir smekk), allt saxað,
rauðrófusafi eftir smekk,
1 harðsoðið egg, saxað. 

Hrærið majones og sýrðum rjóma saman og þynnið með rauðrófusafa.
Blandið öllu saman. Borið fram kalt með góðu rúgbrauði eða maltbrauði. 

Karrísíld 
4 edikslegin síldarflök, skorin í bita,
1 gult epli, skorið í bita,
1/2 dl. majones,
1/2 dl. sýrður rjómi,
1/2 -1 tsk. karrí,
1/2-1 tsk. paprikuduft,
1 harðsoðið egg, saxað.

Öllu blandað saman.
Borið líka fram kalt með góðu rúgbrauði eða maltbrauði. 


Appelsínusíld Grand mariner

Áhorf: 532 | Umsagnir (0)

Appelsínusíld Grand mariner 2 dl vatn
1 ½ l edik
1 kg strásykur
4 stk lárviðarlauf
1 tsk mulin hvít piparkorn
safi úr 10 appelsínum
½ búnt minta
5 msk rifinn appelsínubörkur 
1 msk hunang
1 dl Grand mariner
200 gr laukur í sneiðum
1 kg síld (sykursöltuð og útvötnuð)

Sjóðið vatn, edik, strásykur, lárviðarlauf og pipar í 25 mín og kælið síðan löginn.
Sjóðið appelsínusafann niður um ¾ eða þangað til hann er orðinn þykkur.
Setjið appelsínubörkinn yfir til suðu í köldu vatni og sjóðið upp á honum, hellið vatninu af honum og setjið í kaldan löginn ásamt hráum lauksneiðunum.
Skerið hæfilega útvatnaða síldina í bita og marinerið í leginum í minnst sólarhring áður en hún er borin fram. 

Uppskrift frá Gulla


Grunnlögur fyrir síldarmareneringu

Áhorf: 392 | Umsagnir (0)

Grunnlögur fyrir síldarmareneringu

 

2 dl kryddedik
2 dl vatn
1 ½ dl sykur
1 msk síldarkrydd
1 stór laukur

Sjóðið saman edik, vatn og sykur.
Skerið laukinn í þunnar sneiðar og setjið út í löginn, takið hann af hellunni og kælið.
Þessi lögur dugar fyrir 6-8 útvötnuð saltsíldarflök, eða kryddsíldarflök.


Sherrý síld með ristuðum heslihnetum

Áhorf: 380 | Umsagnir (0)

Sherrý síld með ristuðum heslihnetum

 

100 gr laukur
1 dl vatn
7 ½ dl edik
500 gr sykur
2 stk lárviðarlauf
½ tsk hvítur pipar
2 dl sherrý
1 kg útvötnuð saltsíld

meðlæti:

1 stk rauðlaukur
250 gr ristaðar heslehnetur
graslaukur

Skerið laukinn í fínar sneiðar, sjóðið vatn, edik, sykur, lárviðarlauf, lauk, pipar og sherrý í 20 mín.
Kælið löginn og marinerið síldina í sólarhring.
Þessi þessi réttur er borinn framm með laukhringjum


Karrísíld

Áhorf: 488 | Umsagnir (0)

Karrísíld

 

4-5 flök krydd síld
250 gr majonese
½ laukur
2 harðsoðin egg
franskt sinnep efir smekk
karrí eftir smekk

Hrærið saman majonesi, sinnepi og karrí.
Saxið laukinn og bætið út í, skerið síldina í bita ,
bætið henni saman við ásamat söxuðum harðsoðnum eggjum.


Ananassíld

Áhorf: 383 | Umsagnir (0)

Ananassíld

 

1 kg kryddsíld
3 dl ferskur ananassafi
söxuð sítrónulauf eftir smekk
2 dl sykur
500 gr sýrður rjómi
1 dl vatn
500 gr ananas í teningum
hvítvínsedik eftir smekk

 

Blandið saman ananassafa,sykri, vatni hvítvínsediki og söxuðu sítrónulaufi saman og sjóðið.
Kælið löginn. Skerið síldina í bita og látið liggja í leginum í minnst 2 kls.
Blandið saman sýrða rjómanum, anansinum og sykri,
berið þetta fram með síldinni eins og dressingu.