Mangó ís

Áhorf: 429 | Umsagnir (0)

Mangó ís
svo einfaldur og svalandi


400g frosið mango
½ dl agavesýróp
1 dl kaldpressuð kókosolía (látið krukkuna standa í heitu vatni í smástund svo olían verði í fljótandi formi)

Takið mangóið út úr frystinum og látið næstum því þiðna, setjið þá í blandara með agavesýrópinu og blandið vel saman.
Bætið kókosolíunni útí og klárið að blanda. Setjið annað hvort í ísvél
(og fylgið leiðbeiningunum á vélinni) eða í silikon muffinsform eða í íspinnaform og frystið.

Verðið ykkur að góðu,
Sigrún


Eftirréttur

Áhorf: 503 | Umsagnir (0)
Eftirréttur 

Epli skorin smátt 
Bláber 
Súkkulaði 
Þurrkaðir bananar 
Hostsels-pistaíuís 
Súkkulaðisósa 

Ávöxtunum blandað saman eftir smekk. Kanil og sykri stráð yfir. 

Jarðaberjaís !

Áhorf: 690 | Umsagnir (0)

Jarðaberjaís !

70 g sykur
1 stk. egg
4 stk. eggjarauður
4 dl rjómi
250 g jarðarber
2 msk. sykur
1 msk. sítrónusafi

Þeytið egg, eggjarauður og sykur saman, setjið jarðarber í mixer og maukið með sykri og sítrónusafa, blandið varlega saman við þeytinguna með sleikju.
Blandið svo þeyttum rjómanum saman við og frystið. Berið fram með súkkulaðisósu, og ískexi!


Ís með fylltu súkkulaði.

Áhorf: 1026 | Umsagnir (0)
Ís með fylltu súkkulaði.
 

4 stk. eggjarauður

1 stk. egg
100 gr. sykur
5 dl rjómi
2 stk. fyllt súkkulaði (t.d. m/karamellu eða piparmyntu)

Þeytið saman egg, eggjarauður og sykur, blandið þeyttum rjómanum saman við.
Saxið niður súkkulaðið og blandið saman við með sleikju, og btw það er sama hvaðasúkkulaði er notað allt er jafn gott, einnig er misjafnt hversu mikið skal nota af súkkulaðinu.

Frystið ísinn og berið fram með góðri sósu 


Sérrífrómas með súkkulaði

Áhorf: 382 | Umsagnir (0)

Sérrífrómas með súkkulaði


8 matarlímsblöð 
4 eggjarauður 
4 msk. sykur 
3 dl sætt sérrí 
150 g suðusúkkulaði 
5 dl rjómi 
4 eggjahvítur 

Leggið matarlímið í bleyti í köldu vatni. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn þar til blandan verður létt og ljós.
Bætið sérríinu út í eggjamassann. Kreistið vatnið úr matarlíminu og bræðið það í örbylgjunni eða yfir vatnsbaði.
Hellið matarlímsblöðunum í mjórri bunu út í eggjamassann og hrærið vel í á milli.
Saxið súkkulaðið og þeytið rjómann. Bætið súkkulaðinu út í og síðan rjómanum.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim að lokum út í með sleikju.
Hellið frómasinu í stóra skál eða nokkrar litlar og látið standa í kæli fram að framreiðslu (a.m.k. k tvo tíma).

Skreytið með rifnu súkkulaði, söxuðum hnetum og þeyttum rjóma.


Ananasfrómas ómissandi á jólunum

Áhorf: 652 | Umsagnir (0)

Ananasfrómas ómissandi á jólunum 

Hráefni: 
6 lítil egg eða 4 stór
1/2 ltr rjómi
8 blöð matarlím
250gr sykur
1/2ds ananassafi (ég sleppi ananasinum og nota bara vökvann) 

Aðferð: Matarlímið sett í kalt vatn í smástund til að það mýkist.
síðan er það sett í pott með ananassafanum og látið bráðna (má ekki sjóða).
Kælið. Rjóminn er stífþeyttu.
Þeyta saman egg og sykur þar til að það verður ljóst og létt(lengi).
Þá er rjóminn settur saman við með sleif síðan er ylvolgu matarlíminu hrært saman við í mjórri bunu.
Látið stífna yfir nótt.


Toblerone ís

Áhorf: 613 | Umsagnir (0)

Toblerone ís Efni:
6 eggjarauður
1 dl. púðursykur
2 pelar rjómi
l -2 tsk vanilla
100 -15o gr. Tobleroni 

eggjarauður og púðursykur þeytt vel.

Rjómimm þeyttur og síðan öllu blandað saman og fryst. 


Jólaís

Áhorf: 778 | Umsagnir (0)

Jólaís 


4 Eggjarauður
¾ dl Sykur
6 dl Rjómi
75-100 gr Valhnetur saxaðar
100 súkkulaði saxað
sherrý smá

1. Eggjarauður og sykur þeyttar vel
2. Rjómi þeyttur
3. Öllu blandað varlega saman
4. Fryst í 1. Form 


Koníaksís

Áhorf: 365 | Umsagnir (0)

Koníaksís 

6 eggjarauður

 4 msk sykur
6 dl rjómi
 5 msk koníak
 1 bolli saxað súkkulaði
1 bolli saxaðar hnetur


Aðferð:
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman.
Rjómin þeyttur og blandað varlega saman við.Öllu hinu blandað síðast saman við með sleif.
Sett í mót og fryst. 


Diplómatinn

Áhorf: 352 | Umsagnir (0)

Diplómatinn

Koníaksís með kaffidufti. Borin fram með ávöxtum,rjóma og súkkulaðisósu

Innihald

6 eggjarauður
2 eggjahvítur
1,5 dl flórsykur
1/2 l rjómi
1 tsk. kaffiduft hrært út í koníaki 

Leiðbeiningar
Þeytið vel saman eggjarauður, eggjahvítur og flórsykur.
Bætið kaffidufti saman við og blandið varlega út í þeyttan rjómann.
Setjið í form og frystið.