Pintos snittur & Tapas réttir

Áhorf: 640 | Umsagnir (0)

Engar sérstakar uppskriftir, heldur látum við hugarflugið hér ráða ríkjum í formi mynda sem ég tók á Pintos snittustað í Barcelona.
Hægt er að leika sér endalaust með því að raða á sínar eigin snittur, setja smá fisk í litla diska og setja ost yfir ofl girnilegt, skella smá pottrétt í litlar skálar eða á smápönnur ef til eru og njóta þess svo að gæða sér á þessu með ljúfengri Sangríu.

Sjá uppskriftir af Sangriu hér.

Spænskur hrísgrjónaréttur með pylsum

Áhorf: 410 | Umsagnir (0)

Spænskur hrísgrjónaréttur með pylsum 

Kvöldverður (Rétturinn miðast við einn, aukið hráefni fyrir fl.) 

120 gr pylsur 
50 gr laukur eða púrra 
1 hvitlauksrif 
100 gr sellerí, skorið í þunnar sneiðar 
100 gr rauð paprika, skorin í bita 
1 tsk olía til að steikja úr 
40 g hrísgrjón, ósoðin 
2 dl kraftur (2 dl vatn og 2 tsk kraftur) 
2 tsk tómatmauk 
Kvistur af ferksu tímíani 
Salt og pipar 
Meðlæti: 2 tómatar og sótrónubátar 

Hakkið lauk, hvítlauk, sellerí og papriku og steikið í olíunni á pönnu, bætið hrísgrjónum út í og hrærið vel saman í 1 – 2 mín.
Skerið pylsurnar í grófar sneiðar og bætið saman við.
Bætið krafti, tómatmauki og tímíani saman við og setjið lok yfir, l
átið standa þar til allur vökvi er nær uppurinn eða í um 15 mínútur.
Saltið og piprið eftir smekk.

Berið réttinn fram með tómötum og sítrónubátum. 


Ekta paella

Áhorf: 366 | Umsagnir (0)

Ekta paella
Paella fyrir 4


120 gr hörpuskel
12 stk kræklingur í skel
8 humarhalar
400 gr soðin hrísgrjón
3 dl humarsúpa
4 dl Romesco sósa
Stór panna er hituð vel upp og skelfiskurinn steiktur. Sósunum bætt út í og suðan látin koma upp. Því næst er hrísgrjónunum bætt við og soðið þar til blandan er orðin þykk. Það er mjög gott að rífa Manchego ost yfir rétt áður en rétturinn er borin fram. 

Romesca sósa (hráefni)
1 laukur
4 paprikur
4 hvítlauksrif
Oreganó eftir smekk
Ferskt basil eftir smekk
1 l maukaðir tómatar í dós
Salt og pipar
Kjúklingkraftur
Grænmetið er svitað í potti, vökva, kryddi og tómaötum bætt við og soðið vel niður þar til góðri sósuþykkt er náð.


Fljótleg Paella

Áhorf: 538 | Umsagnir (0)

Fljótleg Paella 
Spánskur þjóðarréttur 

2.5 -3 dl hrísgrjón 
1 msk smjör 
Svolítið safran (nóg til að gefa lit) 
Örlítið salt og pipar 
1 grillaður kjúklingur 
1 msk matarolía 
2 hvítlauksrif 
1 tsk paprikuduft 
1 paprika rauð, skorin í ræmur 
1 dós kræklingur 
150 gr rækjur 

Hitið hrísgrjónin í bræddu smjöri. Látið safron,vatn og salt út í og sjóðið þar til hrísgrjónin eru meir.
Á meðan skerum við kjúklinginn í litla bita. Hellið olíunni í pott og látið hvítlaukinn krauma þar í fáeinar mínútur.
Takið svo hvítlaukinn upp og hitið kjúklinginn, kræklinginn og rækjunum saman við hrísgrjónin.
Setjið lokið a pottinn og látið standa í 2-3 mín, eða þangað til kræklingurinn og rækjurnar eru orðin heit.

Borið gjarnan fram með snittubrauði.