Grillmatur


Grísalundir með ananassalsa

Áhorf: 399 | Umsagnir (0)

Grísalundir með ananassalsa

Hráefni:

1 kg grísalundir
6 msk jómfrúarolía
1 msk malaður chili pipar
2 tsk salt
1 tsk nýmalaður svartur pipar
1 tsk þurrkað oregano
1 ½ msk saxaður hvítlaukur
3 msk safi úr lime

Leiðbeiningar: 

Nuddið grísalundirnar með 3 msk af olíu og kryddið svo með chilipipar og 2 msk af salti, pipar og oregano.
Nuddið þá hvítlauknum og 1 msk af limesafanum yfir og látið standa í 45 mín. Hitið grillið vel og setjið lundina á heitasta staðinn á grillinu.
Grillið lundina í 5 mín á hvorri hlið, lækkið hitann niður í lægstu stillingu og haldið áfram að grilla í 3-4 mín á hvorri hlið.
Takið lundina af grillinu, látið standa í nokkrar mínútur, skerið lundina svo niður, hellið kóríandermyntuolíunni yfir og berið fram með ananassalsa.

Ananassalsa
1 ananas afhýddur og skorinn í sneiðar
3 msk jómfrúarolía
2 rauðlaukar, saxaðir
2 msk jalapeno pipar, saxaður
1 rauð paprika, söxuð
1 msk saxaður ferskur kóríander

Penslið ananassneiðarnar með 1 msk olíu og grillið í 4 mín á hvorri hlið, takið af grillinu og látið kólna.
Skerið kjarnann úr ananasinum og saxið restina og setjið í skál. Bætið rauðlauk, 2 msk af limesafa,
2 msk af olíu, jalapenopipar, papriku og kóríander, saltið og látið standa á meðan grísalundin er grilluð.

Kóríandermyntuolía
1 búnt ferskt kóríander
10 fersk myntulauf
2 dl jómfrúarolía
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Setjið jurtirnar í matvinnsluvél og maukið, lækkið hraðann á vélinni og hellið olíunni varlega fyrst í lítilli bunu út í og kryddið svo með salti og pipar.

Uppskrift úr uppskriftarsafni Nóatúns...


BBQ Grísarif

Áhorf: 544 | Umsagnir (0)

BBQ Grísarif


Hráefni:
2 ½ kg grísarif
Cape spicy barbeque seasoning
2 flöskur Jack Daniels barbequesósa
2 dósir bjór eða léttöl

Leiðbeiningar: 

Kryddið rifin mjög vel með kryddinu og grillið í 5 mín á hvorri hlið.
Setjið síðan yfir í pott og hellið bbqsósunni og bjórnum yfir, látið fljóta yfir kjötið og sjóðið við vægan hita í 2 klst.

Takið svínarifin úr pottinum og berið fram með sósunni fersku salati og kartöflum.
Síðan er bara best að ráðast á safarík rifinn með höndunum og naga eftir að þau hafa verið skorin niður.
Nauðsynlegt er að hafa nóg af servéttum við höndina og allrabest að bera fram skolskál með sítrónuvatni fyrir hvern og einn.

Uppskrift frá Nóatúni......


Engifer- og púrtvínsmarineruð lambaspjót

Áhorf: 417 | Umsagnir (0)

Engifer- og púrtvínsmarineruð lambaspjót

Hráefni:
8-10 tréspjót
800 g beinlaust lambakjöt
t.d. innralæri, rib eye, fillet
jómfrúarolía

Marineringin
200 ml púrtvín
2 msk sykur
2 msk ferskt engifer saxað
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 rósmarínstilkar
sjávarsalt og nýmalaður pipar
2 msk jómfrúarolía

Leiðbeiningar: 
Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna og kryddið með salti og pipar.
Skerið kjötið í 2 cm bita og setjið í marineringuna og látið standa í 3-4 tíma eða yfir nótt en ekki lengur því þá tekur púrtvínið yfir kjötbragðið.
Þræðið kjötið upp á spjótin og grillið við góðan hita í

2-3 mín á hvorri hlið.

Kartöflusalat að frönskum hætti
1 kg litlar kartöflur
sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 stór skalottlaukur, saxaður
1 búnt fáfnisgras
1 msk eplaedik
2 tsk Dijon sinnep
1 tsk kornótt sinnep
2 msk jómfrúarolía
2 msk valhnetuolía
2 tsk hunang

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni, hrærið saman í dressinguna á meðan og kryddið hana með salti og pipar.
Sigtið kartöflurnar og skerið í tvennt, setjið í skál ásamt lauknum og fáfnisgrasinu og meðan kartöflurnar eru enn heitar bætið þá dressingunni út í og blandið saman og berið fram strax.

Uppskrift frá Nóatúni......


Barbeque kjúklingabringur með gráðostasósu.

Áhorf: 1277 | Umsagnir (0)

Barbeque kjúklingabringur með gráðostasósu.
Fyrir 4.

Fyrir kjötið
4 kjúkklingabringur
Góð Barbequesósa (baby ray barbeque sósu sem fæst í Kosti er mjög spicy og góð)
salt og pipar.

Mér finnst gott að skera bringurnar aðeins til svo að þær verði
flatari og jafnari á grillinu. Sú aðferð sem ég nota er að skera í þær
að aftan verðu þar sem þær eru svolítið opnar og búa til stærri þinnri
steik. Svo eru þær lagðar í barbeque sósu eftir smekk og saltaðar og
pipraðar. Gott er að hafa þær í mareneringu í 4 tíma, það kemur samt
alveg gott bragð þó að þær séu grillaðar strax.
Þær eru svo grillaðar á meðalheitu grilli í 10-20 mín, það fer eftir
þykkt. Hér er um að gera að nota sínar flottustu grillaðferðir:)

Gráðostasósa

þetta er tvöföld uppskrift því að þessi sósa er æðislega góð og hægt
að gæða sér á henni með fersku grænmeti eða grillbrauði seinna.

3 dl mayones
125 gr gráðostur
2 hvítlauksgeirar
4 matskeiðar söxuð steinselja
2 matskeiðar ferskur sítrónu eða lime djús
2 matskeiðar borðedik
pipar

Gráðosturinn er mulinn og allt blandað saman nema piparinn. Svo er
þetta smakkað til með pipar. Gott er að láta sósuna standa í 2 tíma í
ískáp.

Uppskrift frá Tinnu Hrund


Lambageiri með fersku rósmarín

Áhorf: 349 | Umsagnir (0)

Lambageiri með fersku rósmarín

Hráefni:
1 lambahryggur (látið úrbeina hann í kjötborði)
10 stórar rósmaríngreinar
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
jómfrúarolía

Leiðbeiningar: 
Hreinsið alla umframfitu af hryggnum og skerið hann í 3 cm þykkar sneiðar og rúllið upp.
Notið spjót eða eitthvað beitt til að stinga í gegnum rúllurnar og setjið svo eina rósmaríngrein í gatið.
Penslið með olíu og látið standa í 4-6 klst, eða yfir nótt í kæli.
Kryddið með salti og pipar og grillið við meðalhita í 5-6 mín á hvorri hlið.

Kantarellusveppasósa
2 dósir 18% sýrður rjómi
25 g þurrkaðir kantarellusveppir
3 msk Cajp?s grillolía
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Leggið sveppina í heitt vatn í 5-10 mín. eða þar til þeir
eru orðnir mjúkir og maukið í matvinnsluvél. Blandið
sveppum, grillolíu og sýrðum rjóma saman og kryddið
með salti og pipar og látið standa í minnst 1 klst.

Tómatsalat með chili og kóríander
1 búnt ferskur kóríander, saxaður
1 rauðlaukur, saxaður
2 fersk rauð chilialdin, kjarnhreinsuð
og söxuð
1 tsk sjávarsalt
3 msk jómfrúarolía
1 msk balsamikedik
6 stk stórir tómatar

Blandið saman kóríander, lauk, chili, sjávarsalti, olíu og balsamikediki í skál og hrærið vel saman.
Skerið tómatana í sneiðar, raðið þeim á fat og hellið l
eginum yfir.

Uppskrift frá Nóatúni......


Beikonvafin skötuselsspjót

Áhorf: 629 | Umsagnir (0)

Beikonvafin skötuselsspjót


Hráefni:
700 g skötuselur
1 dl ólífuolía
1 msk sítrónusafi
1 tsk oregano
200 g beikon
200 g sveppir
1 rauðlaukur
4 stál eða trégrillpinnar

Leiðbeiningar: 

Blandið saman olíunni, sítrónusafanum og oreganó. Leggið skötuselsbitana í og marinerið í 1 klukkustund í kæli.
Afhýðið og skerið rauðlaukinn í báta og takið stilkinn úr sveppunum.
Vefjið 1 beikonsneið utan um hvern skötuselsbita.
Þræðið upp á grillpinnana til skiptis beikonvafða fiskbitana, sveppina og laukinn. 4 fiskbitar ættu að vera á hverjum pinna.
Penslið með marineringunni og kryddið með salti og pipar.
Grillið á útigrilli, steikið á pönnu eða setjið undir grill í ofni í 10 ? 15 mínútur.
Penslið með marineringunni af og til.
Berið fram með kryddhrísgrjónum, salati og kaldri hvítlaukssósu.11

Uppskrift frá Nóatúni...


Grillaðar fylltar svínalundir

Áhorf: 666 | Umsagnir (0)

Grillaðar fylltar svínalundir

Hráefni:
ostur
2 svínalundir
sítrónupipar
sólþurrkaðir tómatar
ólífur
grillkrydd

Leiðbeiningar: 

Kryddið lundina vel með góðu grillkryddi eða svínakjötskrydda frá Pottagöldrum.
Látið á heitt grillið,grillið í ca 4 mín. Snúið lundini við og skerið með beittum hníf í hana eftri endilöngu, passið að skera ekki í gegn.
Látið ost, ólífur,sólþurkaða tómata í skurðin og stráið því næst kyddinu yfir.
Grillið með lokað grill í ca 6 mín. (osturinn verður að vera bráðnaður)
Látið standa í ca 3 mín.


Grilluð berjabomba

Áhorf: 380 | Umsagnir (0)

Grilluð berjabomba

Hráefni:
1.0 askja hindber
50.0 g suðusúkkulaði
1.0 dl Makkarónukökur
1.0 askja Jarðaber

Leiðbeiningar: 
Jarðarberin eru skorin í fjóra bita og stilkurinn tekinn af, makkarónukökurnar eru muldar og súkkulaðið skorið smátt.
Öllu hráefninu er blandað saman í grillbakka og látið krauma á grillinu í 5-10 mín.
Berið fram með þeyttum rjóma eða ís. 

Uppskrift frá Nóatúni....


Beikonvafinn hörpuskel og döðluspjót

Áhorf: 413 | Umsagnir (0)

Beikonvafinn hörpuskel og döðluspjót

Hráefni:

32.0 sneiðar beikon
6.0 Stk. döðlur
8.0 Stk. Tréspjót
16.0 Stk. Hörpuskel

Leiðbeiningar: 

Vefjið einni beikonsneið utan um hvern fisk og hverja döðlu.
Setjið 2 fiska og 2 döðlur á hvert spjót og grillið við mikinn hita í 1 og ½ mín á hvorri hlið. Berið fram með salati.

Uppskrift frá Nóatúni...

Leita á vefnum

 

Síður