Tortilla

Áhorf: 1143 | Umsagnir (0)

Tortilla
Tortilla úr afgöngum

Afgangur af hamborgarhrygg eða skinku. Ca 300 gr
1 kg kartöflur
2-3 laukar
3 hvítlauksrif
5 msk. Olía til steikingar
Salt og svartur pipar úr kvörn
10 egg

Skrælið kartöflurnar og skerið þær í kubba.
Afhýðið laukinn, skerið hann gróft og blandið saman við kartöflur.
Hakkið hvítlaukinn.
Setjið kartöflubitana, laukinn og hvítlaukinn í eldfast mót ásamt 3-4 matskeiðum af olíu og bakið í ofni í 35-40 mínútur.
Piprið og saltið.
 
Skerið kjötafganginn í litla teningslagaða bita og blandið saman við steiktar kartöflur.
Sláið eggjum saman í skál og hellið þeim á heita olíuborna pönnu með háum börmum.

Hellið kartöflum og kjöti út í eggjahræruna á pönnunni.
Lækkið hitann og látið eggjakökuna steikjast í fimm mínútur við vægan hita á pönnunni og þjappið með spaða ofan á kartöflurnar.
Ef pannan má fara í ofn þá má stinga henni inn í 180°c heitan ofn í nokkrar mínútur til að eggjakakan stífni fljótar.
Síðan er kökunni snúið við, til dæmis á sléttu pottloki og rennt aftur á pönnuna og kakan bökuð áfram við vægan hita, hinum megin.
Þegar kakan er orðin stíf og stinn er henni rennt af pönnunni á fat.
Steinselja er hökkuð yfir kökuna og hún borin fram með góðu salati.

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Sælkerasnarl með sjónvarpinu

Áhorf: 351 | Umsagnir (0)

Sælkerasnarl með sjónvarpinu

Maccarónur og ostur (fyrir 4)

400 gr makkarónur
væn klípa af smjöri
1 msk.ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
100 gr beikon
1 saxaður laukur
200 ml sýrður rjómi
4 eggjarauður
handfylli söxuð steinselja og fáfnisgras
100 gr parmesan-ostur
100 gr rifinn Grettir sterki
100 gr gráðostur

Hitið ofninn í 19-80°c.
Sjóðið makkarónur í söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum.
Skolið með köldu vatni og geymið. Bræðið smjör með ólífuolíu á pönnu.
Steikið beikonið og lauk á millihita þar til losnar um fitu beikonsins og það brúnast.
Piprið og saltið.
Takið af hellunni, hrærið saman sýrðum rjóma, eggjarauðum, kryddjurtum, helmingnum af parmesan-ostinum og Grettirsterka.
Myljið gráðost og blandið öllu saman við makkarónurnar.
Setjið í eldfast mót og stráið afgangi af parmesan-osti ofan á.
Bakið í 20 mínútur eða þar til rétturinn er heitur í gegn, með gullnum toppi.
Látið stenda í 5 mínútur áður en borið er fram.
Borðið með grænu salati.

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Örbylgju-kartöfluflögur

Áhorf: 393 | Umsagnir (0)

Örbylgju-kartöfluflögur

Skera kartöflurnar í þunnar sneiðar og raða í einu lagi á disk eða gufukörfu.
Elda í 3 mínútur í einu og snúa þeim á milli.
Lækka kraftinn í hvert skipti sem þeim er snúið og BINGÓ. 

Flögurnar verða svolítið krypplaðar en brakandi ferskar.
Þykkari sneiðar verða svolítið mjúkar í miðjunni og þunnar eiga það til að vera stökkar.
Smá tilraunastarfsemi mun á endanum leiða til snilldarflaga sem hægt er að nota til að skófla upp ídýfu. 

Mikilvægt er að fylgjast vel með kartöflunum því ferlið frá því að vera fullkomlega eldaðar yfir í að vera brenndar er stutt.
Takið eftir að það er engin olía eða önnur óholl efni í þessum heimagerðu kartöfluflögum.
Kryddin í kryddskúffunni og ólífuolían gera „kartöfluflögurnar mínar“ að besta mat í heimi.

Uppskrift fengin á Matarkörfunni.is