Egg benedict

Áhorf: 826 | Umsagnir (0)

Egg benedict

4 stk. egg
4 msk. borð edik
2 l vatn
4 stk. skinkusneiðar
4 stk. ristað brauð

Hollandaise-sósa

3 eggjarauður
300 gr smjör
1 stk. sítróna
Salt og pipar

Aðferð: Hitið vatn ásamt ediki upp að suðu en vatnið á samt ekki að sjóða, hrærið duglega í pottinum svo það myndist hringrás og brjótið eggin hvert af öðru í pottinn og leyfið að vera í ca 2–5 mínútur. Eggin eiga að vera mjúk og tekin upp hvert fyrir sig á disk til hliðar. Gætið þess að fara varlega svo eggin springi ekki.

Aðferð hollandaise-sósa: Eggjarauðurnar eiga að vera við stofuhita í skál. Hitið smjörið í örbylgju ofni í ca. eina og hálfa mínútu en síðan er því hellt mjög varlega út í eggjarauðurnar og pískað hratt og örugglega en ekki hella hratinu úr smjörinu (gott að vera tvö við þetta, annað hellir smjörinu og hitt hrærir). Síðan er ½ sítróna kreist út í sósuna og kryddað með salti og pipar.

Að lokum er skinkan sett á ristað brauðið, eggið ofan á það og sósunni hellt yfir eggin.

Uppskrift DV 2011, ljósmynd Ingunn


Eggjabaka með aspas ofl.

Áhorf: 497 | Umsagnir (0)

Eggjabaka með aspas ofl.4-5 egg
Grænn aspas í dós
Skinka
Gul paprika
Blaðlaukur
Parmesian ostur
2-3 dl mjólk
Salt & piparHrærið eggin vel, skerið papriku og blaðlauk í bita og hrærið með.
Setjið smá smjör/smjörlíki á pönnu og bræðið við vægan hita. Setjið eggjablönduna á pönnuna.
Bætið svo sneiðum af skinku ofan á blönduna ásamt aspasinum og raspið ostinn yfir eftir smekk.
Kryddið með salt & pipar
Setjið lokið yfir og látið malla við vægan hita þar til eggjabakan er bökuð í gegn.

Share & Care


Eggjabrauð

Áhorf: 10978 | Umsagnir (0)

Eggjabrauð

Þegar krakkarnir voru ungir þá var eggjabrauð þeirra uppáhald og það verður að segja að það hefur ekkert breyst, enn þann daginn í dag elskum við það!

Það sem til þarf:
Samlokubrauð
Skinka, má líka bara vera ostur
Ostur í sneiðum
Egg
Krydd
Smjör

Hrærið egg, fleirri eftir því hvað mörg eggjabrauð á að útbúa.
Kryddið og veltið svo samlokunni uppúr eggjablöndunni og skellið svo á pönnuna, smá stund á hvorri hlið.Berið fram með salati og ekki skemmtir að skreyta borðið með rós og lífga upp á tilveruna!


Egg í formi....a la carte Guðbjörg J.

Áhorf: 1464 | Umsagnir (1)
Egg í formi....a la carte Guðbjörg J.

Egg
Beikon
Stíf möffinsform

Steiktið beikon, þurkið af því mestu fituna og setjið svo í stíft muffins form með köntunum og svo eggið í miðjuna
Bakaði við 170 í 30 mín eða svo.

Frábært á Brunch hlaðborðið, nú eða með Hollendise sósu eða Bearenise sósu, ummmm


Uppskrift frá Guðbjörgu Jóhannsd. 

Eggjahræra með grænmeti og hráskinku a la Ingunn

Áhorf: 367 | Umsagnir (0)

Eggjahræra með grænmeti og hráskinku a la Ingunn

2 egg
grænmeti, gott að nota afganga frá kvöldi áður ef til er
hráskinka

 

Salat:
Salat eftir smekk
tómatar
gúrka
blaðlaukur
paprika
ostabitar

Setjið smá kókosolíu á pönnu og svissið rétt aðeins grænmetið áður,
pískið eggin og hellið út á og hrærið saman egg og grænmeti og rétt í lokin má setja hráskinkuna ofaná.

Borið fram með salatinu :)

 


Banana-Omelettan

Áhorf: 332 | Umsagnir (0)

Banana-Omelettan

1.stk banani stappaður
2.stk egg, hrærð
Kanill, það má krydda rétt smá með kanill ef vill

Blandið þessu tvennu saman og setjið smá kókosolíu á pönnu og steikið í smá stund á hvorri hlið,


Eggjakaka með grænmeti og osti

Áhorf: 807 | Umsagnir (0)

Eggjakaka með grænmeti og osti

2 msk olía
1 msk smjör
250 gr sveppir, skornir í sneiðar eða fjórðunga
200 gr hvítkál, skorið i ræmur
2 hvítlauksgeirar
1 msk ferskt timjan eða ½ tsk þurrkað
Nýmalaður pipar
Salt
200 gr kirsiberjatómatar
6 egg
100 ml matreiðslurjómi eða mjólk
Lófafylli af klettasalati, grófsöxuð
1 ostarúlla með hvítlauk og steinselju frá Ostahúsinu, skorin í bita.

Grillið í ofninum hitað. Olía og smjör hitað á stórri, þykkbotna pönnu.
Sveppirnir og hvítkálið steikt í nokkrar mínútur við meðalhita ásamt timjani, pipar og salti.
Þegar kálið er farið að mýkjast ögn er tómötunum bætt á pönnuna og þeir látnir krauma í 2-3 mínutur.
Egg, matreiðslurjómi eða mjólk og dálítið af pipar og salti hrært saman í skál og hellt yfir grænmetið á pönnunni stungið undir grillið
(best að hafa þarna 10-15 cm frá grillristinni) þar til yfirborðið er gullbrúnt og osturinn bráðinn.

 

Fréttablaðið 25.5.2012


Eggjabrauð á franska vísu :)

Áhorf: 662 | Umsagnir (0)

Eggjabrauð á franska vísu :)

Hráefni:
Hvítt heimilisbrauð (mælt er með 2 sneiðum á mann)
4-6 Egg
1 teskeið af salti
3 matskeiðar af flórsykri 

Aðferð: 
1.Hrærið eggin í skál og veltið brauðsneiðunum upp úr eggjunum þannig að þær séu alveg gegnvotar. 
2.Leggið brauðsneiðarnar á pönnu á miðlungshita og steikið á báðum hliðum. 
3. Leyfið brauðsneiðunum að kólna aðeins og stráið svo smá salti og flórsykri yfir brauðið. 

Uppskrift af Pressunni..


Eggjakaka með grænmeti og osti

Áhorf: 333 | Umsagnir (0)

Eggjakaka með grænmeti og osti

2 msk olía

1 msk smjör
250 gr sveppir, skornir í sneiðar eða fjórðunga
200 gr hvítkál, skorið í ræmur
2 hvítlauksgeirar
1 msk ferskt timjan eða ½ tsk þurrkað 
Nýmalaður pipar
Salt
200 gr kirsiberjatómatar
6 egg
100 ml matreiðslurjómi eða mjólk
Lófafylli af klettasalati, grófsöxuðu
1 ostarúlla með hvítlauk og steinselju frá Ostahúsinu, skorin í bita

Grillið í ofninum hitað. Olía og smjör hitað á stórri, þykkbotna pönnu.
Sveppirnir og hvítkálið steikt í nokkrar mínútur við meðalhita ásamt timjani, pipar og salti.
Þegar kálið er farið að mýkjast ögn er tómötunum bætt á pönnuna og þeir látinir krauma í 2-3 mínútur.
Egg, matreiðslurjómi eða mjólk og dálítið af pipar og salti hrært saman í skál og hellt yfir grænmetið á pönnunni.
Hrært þar til blandan er byrjuð að stífna. Þá er klettasalati og ostarúllubitum hrært saman við og pönnunni stungið undir grillið
(best að hafa hana 10-15 cm frá grillristinni) þar til yfirborðið er gullinbrúnt og osturinn bráðinn.


Bökuð egg með skinku og tómötum

Áhorf: 1128 | Umsagnir (0)
Bökuð egg með skinku og tómötum

Flottur og einfaldur réttur. Hægt er að hafa formin tilbúin í ísskápnum með tómatmaukinu og skinkunni,
þá er ekkert eftir nema að brjóta eggin yfir og baka.
Þó þarf líklega að lengja tímann svolítið ef allt er ískalt.

1 litill laukur
1 hvítlauksgeiri
1 msk olía
1 dós saxaðir tómatar
Nýmalaður pipar
Salt
100 gr skinkustrimlar
10-12 basilíkublöð, söxuð
6 egg
Smjör til að smyrja Formin

Hitaðu ofninn í 200°c og smyrðu 6 litil soufflé-form vel.
Saxaðu laukinn og hvítlaukinn smátt og láttu krauma í olíunni þar til laukurinn er mjúkur.
Helltu þá tómötunum út í, kryddaðu með pipar og salti og láttu malla áfram í 8-10 mínútur,
eða þar til mestallur vökvinn er gufaður upp.
Skiptu blöndunni þá í formin.
Blandaðu saman skinku og basilíku og settu ofan á – formin ættu að vera næstum full en þá ekki alveg.
Brjóttu eitt egg ofan á hvert form, raðaðu þeim á plötu og bakaðu í ofni í um 12 mínútur,
eða þar til eggin hafa stífnað.

Berðu þau fram heit eða volg með góðu brauði.