Heilsuréttir


Salat með reyktum laxi.

Áhorf: 894 | Umsagnir (0)

Salat með reyktum laxi.

Lambhaga salat
Tómatar niðurskornir
Agúrka skorin í sneiðar
Reyktur lax
Balsamik síróp

Hægt er að bæta svo við einu eggi!


Skötuselur á rósinkálbeði

Áhorf: 201 | Umsagnir (0)

Skötuselur á rósinkálbeðiOg gleðin heldur áfram í "Mamman tekin í bakaríið" og að þessu sinni er það skötuselur, jammý!

Skötuselur, fæst í bitum
Blandað grænmeti
Rósinkál

Létt steikið skötuselinn í ca 7 mínútur á hvorri hlið, kryddið hann með fiskkryddi og jafnvel smá af karrí og himalaya salti og gætið þess að ofelda hann ekki svo hann verði ekki seigur.
Blandað grænmeti (hægt er að nota frosið grænmeti í poka) og rósinkál er sett á pönnuna með og látið malla í smá stund.


Falin bleikja með grilluðum kúrbít

Áhorf: 176 | Umsagnir (0)

Falin bleikja með grilluðum kúrbít
og heitri (smoked) papriku gúrku sósu.<

Þegar maður er að taka til í mataræðinu þá þarf maður að vera ansi hugmyndaríkur og leika sér bara alveg heilan helling, þetta er ein útkoman hjá mér og ég vona að þið njótið.

Bleikjubitar
Steiktir á pönnu á vægum hita með smá himalaya salti og agave sírópi

Kúrbítur, afhýddur og sneiddur langsum
Tómatar, skornir í bita
Parmesan ostur, sneiddur

Tómatarnir eru settir ofan á kúrbítinn og osturinn þar ofaná og bakað í ofni í ca 10-15 mín

Sósa:
Grískt jógúrt
1/2 gúrka, skorin í bita
Paprikukrydd heit reykt (fæst í Sælkerabúðinni Bitruhálsi)
Himalaya salt, smá
Pipar í kvörn, eftir smekk


Hollustusnakk

Áhorf: 1200 | Umsagnir (0)

Hollustusnakk

Ég var í stökustu vandræðum á köflum hvað ég ætti að fá mér á milli mála eða jafnvel sem máltíð
þegar ég var í svona smá átaki að taka út hveiti, sykur ofl svo ég reyndi að finna mér eitthvað sem
mér þótti gott og setti saman í samlokur, þetta var útkoman!Epli
Mexico ostur
Kjúklingaskinka 1 % fita

Skerið eplið í sneiðar, smellið á milli kjúklingaskinku og ostabita. hin nýja ljúfenga samloka.Gúrka
Mexico ostur
Kjúklingaskinka 1 % fita

Skerið gúrkuna í sneiðar, setjið á milli kjúklingaskinku og ostabita, bara snilld og ljúfengt líka.


Zuzzíni (kúrbítur) bakaður með parmasian, blaðauk & tómötum

Áhorf: 489 | Umsagnir (0)

Zuzzíni (kúrbítur) bakaður með parmasian, blaðauk & tómötum

1 zuzzíni (kúrbítur) skorinn í sneiðar
kokteiltómatar
blaðlaukur
parmasian ostur, raspaður

Skerið kúrbítin í sneiðar endilangt og raðið í eldfast mót.
Skerið niður tómatana og setjið ofan á kúrbítin ásamt blaðlauknum og raspið svo ostinn yfir.

Bakið í ofni í ca 20-25 mínLime sósa

Grískt jógúrt
Lime piparkrydd í kvörn

Hrært saman og borið fram kalt


Appelsínufylltir sveppir

Áhorf: 403 | Umsagnir (0)

Appelsínufylltir sveppir

1 askja stórir sveppir
125 gr rjómaostur með appelsínu
1 appelsína

Aðferð:
Fjarlægið stilkinn af sveppunum og fyllið holuna með ostinum. Skerið appelsínuna í sneiðar og leggið yfir.
Grillið í u.þ.b. 7 mínútur.


Möndlu- og hnetufylltur kúrbítur

Áhorf: 525 | Umsagnir (0)

Möndlu- og hnetufylltur kúrbítur

1 stk kúrbítur
200 gr möndlur, hýðislausar
200 g kasjúhnetur
2 hvítlauksgeirar
1 rautt chili, steinhreinsað
1 tsk engifer
3 msk sesamolía

Aðferð:
Skerið kúrbítinn eftir endilöngu og kjarnhreinsið með skeið. Setjið restina af hráefninu í matvinnsluvél og maukið gróft. Setjið fyllinguna í kúrbítinn. 
Grillið í u.þ,b. 10-12 mínútur.

Uppskrift úr Nóatúnsblaði


Tortillur úr kókoshveiti

Áhorf: 1965 | Umsagnir (0)

Tortillur úr kókoshveiti
Ca.10 stk

8 eggjahvítur
1/4 bolli kókoshveiti
1/4 tsk matarsódi
1/2 bolli vatn
1/4 tsk salt
smá hvítlauksduft (má sleppa)
smá cayenne pipar (eða bara það krydd sem fólk vill) 
kókosolía til að steikja uppúr. 

Hræra þessu vel saman, hita pönnuna vel og setja smá olíu á pönnuna.
Skellið 1 ausu á pönnuna og dreifið vel út úr eins og hægt er og snúið við hún er orðin gullinbrún.
Gott er að nota litlar pönnur og hafið kökurnar eins þunnar og pönnukökur.

Setjið svo inn í tortilluna það grænmeti sem ykkur langar í, salsa sósu, ost, kjúkling ofl.

Verði ykkur að góðu !


Humarsalat ala Sissa fyrir einn!

Áhorf: 1015 | Umsagnir (0)

Humarsalat ala Sissa fyrir einn!


150 gr. humar ekki í skel - hægt að kaupa frosinn í Bónus...
ca 100--200 gr í hverjum pakka, sem ég læt liggja í í smá tíma í marineringu áður en ég steiki
(olía, safi úr ca. 1/4 lime og 2 kreist hvítlauksrif)
Steikja svo humarinn, ekki of mikið

1 mjúkur lítill Avacado (þessir í netinu)
Spínat, ca 1,5 lúku og ég reif það niður
Lambhagasalat 
... 1/5 rauð paprika skorin í bita
Ristaðar Furuhnetur
Gúrka, tek af hýðið og miðjuna

Bjó til geggjaða dressingu sem passaði svakalega vel við salatið!
1 dós grísk jógúrt (keypti lífræna í Bónus, mjög góð)
Safi úr 3/4 lime
2 teskeiðar Dijon sinnep (eða eftir smekk)
1-2 teskeiðar Dill (krydd)
1-2 tekeiðar Esdragon (myl það niður í mortel)
1/2-1 tsk hvítlaussalt
1,5-2 hvítlauksrif kreist
Smá svartur pipar

Smakka þetta svo til og bæta við kryddum...lime safa, sinnep...og alls konar þangað til mesta gríska jógurt bragðið er farið, hahaha...set svo allt grænmetið í eina skal og sósu yfir....eins og maður vill;)

Uppskrift frá Sissu