Creme brulee

October 24, 2022

Creme brulee

Créme brulée
Fyrir 6
Einn af mínum uppáhalds eftirréttum og hentar á veisluborðið allt árið þótt margir tengi hann við jólin. Ég fékk svona um daginn og þá hafði verið settur smá lakkrís í botninn sem var bráðinn og gerði þetta svona pínu öðruvísi en vanalega, alltaf svo gaman að nýjungum. 

Hráefni:
4 eggjarauður
100 gr sykur
250 ml mjólk
250 rjómi
1 skafin vanillustöng eða 2 msk af vanilludropum
Hrásykur

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman með 1 msk af vanilludropum.
Mjólkin og rjómi hitað að suðu og restin af vanilludropunum eða stönginni er svo sett út í.
Rjómablandan sett mjög varlega útí eggjablönduna og hrært varlega saman.
Sett í souffléskálar (eða önnur eldföst mót). Formin sett í vatnsbað og bakað við 110°c í 45 mínútur og svo kælt í eina klukkustund.

Hrásykri stráð yfir hverja skál og sett undir grill eða sykurinn brenndur með gasbrennara. 

Vatnsbað þýðir: ofnskúffa með vatni í.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 





Einnig í Eftirréttir

Royal Bananasplitt
Royal Bananasplitt

April 15, 2023

Royal Bananasplitt
Ég hef haft gaman að því að setja Royal búðingana í smá tvist, þótt svo að sumir í fjölskyldunni vilji bara venjulegan og ekkert tvist þá finnst öðrum oft gaman að

Halda áfram að lesa

Pipp Royal búðingur
Pipp Royal búðingur

April 09, 2023

Pipp Royal búðingur
Þessi er bara einfaldur og góður, stundum alveg óþarfi að flækja hluting um og of alltaf.

Halda áfram að lesa

Kókosbollu eftirréttur
Kókosbollu eftirréttur

February 03, 2023

Kókosbollu eftirréttur
Þessi eftirréttur var búinn til og borinn fram á nýjársdegi 2023 með rjóma og ís og var algjört salgæti. Ég reyndar bjó bara til úr helming uppskriftarinnar þar sem við vorum ekki svo mörg.

Halda áfram að lesa