Heimagert Lasagna!

February 11, 2020

Heimagert Lasagna!

Heimagert Lasagna
frá Dísu vinkonu minni
Ein af mínu uppáhalds uppskriftum, gott að útbúa nokkrar uppskriftir og eiga í frystinum til að grípa í.

Kjötsósan: 
1 kíló nautahakk 
2 carlic tómatar í dós (sneiddir) 
2 normal tómatar í dós (sneiddir) 
1 dós Hunt‘s tómatþykkni 
Kryddað vel með: 
Oregano 
Svartur pipar 
Basilíkum 

Sósa: 
2 dósir sýrður rjómi 10% 
2 pokar af blönduðum góðum osti (brytjaður) 
Lasagna plötur 

Sósan hituð upp og krydduð, kjötið steikt á pönnu og látið út í, smakkað til og kryddað eftir smekk.
Sýrður rjómi og osturinn hrærður saman.
Allt sett í eldfast mót.
Kjótsósan, lasagna plötur, sósan og svo koll af kolli.
Gott er að skera niður tómata og raða ofaná efst og krydda aðeins með pipar og setja svo inn í ofn. 

Borið fram með góðu brauði og fersku salati. 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa