Kartöflupizza!

November 10, 2023

Kartöflupizza!

Kartöflupizza!
Hefði ég pantað mér hana, nei en eftir að hafa smakkað eðal súrdeigs Kartöflupizzu hjá henni Ídu sem rak Kaffi Klöru í fyrra, þá klárlega. Nú ekki á ég hæg heimatökin á Ólafsfjörðinn svo þá verður maður bara að bjarga sér og útbúa sér sína eigin og þetta er mín útgáfa af henni, þekki ekki alveg hennar grunn.

En ég mæli með henni þessari 100%, ég mun gera hana aftur.
Og ef það er afgangur af kartöflum, þá kallar það á Kartöflupizzu.

Þetta er það sem ég notaði í pizzuna mína., plús kartöflurnar.

Ég skar kartöflurnar í sneiðar og létt steikti þær á pönnu á olíu og kryddaði smá með oregano.

Ég smurði sætu sinnepi ofan á pizzadegið, það má alveg vera vel af því.

Því næst dreifði ég mosarella osti yfir

Næst voru það létt steiktu kartöflurnar

Og í lokin setti ég ofan á pizzuna fetaost og olívur, gætið að því að þær séu steinlausar, það er betra ;) Ég kryddaði svo yfir aðeins með Pasta Rossa kryddi frá Santa Maria.

Smellið henni svo í ofninn á 180°c í um 25-30 mínútur eða þar til hún er orðin fallega bökuð. 

Ég nota súrdeigs pizzakúlur sem ég á tilbúnar í frystinum, snilld að kaupa af skólakrökkunum þegar þau eru að safna fyrir skólaferðalögum. 

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

E
ða

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók








Einnig í Pasta & pizzur

Spínatpasta pestó!
Spínatpasta pestó!

April 26, 2024

Spínatpasta pestó!
Oftar en ekki þá er ég að matreiða fyrir eingöngu fyrir mig svo að ég nýti oft það hráefni sem ég kaupi á marga vegu til að viðhalda fjölbreytninni hjá mér og hérna er ein af tvemur uppskriftum sem ég gerði þar sem undistaða hráefnanna er sú sama en svo með smá tilbreytingu líka.

Halda áfram að lesa

Rjómaspínatpestó!
Rjómaspínatpestó!

April 26, 2024

Rjómaspínatpestó!
Þessi var æðislega góður, algjört tilraunaverkefni hjá mér og heppnaðist líka svona vel, svo vel að ég er hvergi nærri hætt að nota pestó saman við rjóman í fleirri útfærslum!

Halda áfram að lesa

Chilli Bolognese
Chilli Bolognese

April 08, 2024

Chilli Bolognese
Var með spagetti og heimagerðar hakkabollum í Chili Bolognese sósu frá Toro um daginn. Máltíð sem hentaði mér vel i tvo daga. Sósurnar eru að koma mér skemmtilega á óvart og eru virkilega bragðgóðar.

Halda áfram að lesa